Tekk Garðhúsgögn
Verðlisti
LÝSING
Vöruúrvalið samanstendur að mestu úr línu sem heitir Italia og þar er að finna matarborð, sófasett, stóla með láréttu og lóðréttu baki, skenk, bekkir með og án baks, koll, sólbekk, amerískan hægindastól og sófaborð. Einnig erum við með stóla og borð sem hægt er að fella saman þegar það er ekki í notkun. Allt áklæði er sérsaumað fyrir okkur frá bandaríska framleiðandanum Sunbrella sem er hágæða efni sem upplitast ekki í sól og hrindir frá sér vatni einnig er svampurinn hannaður til að halda ekki vatni til að draga úr líkum á myglu.
Okkar Tekk garðhúsgögn eru einstaklega fallegar gæðavörur fyrir þá vandlátu. Vörurnar eru handgerðar og framleiddar samkvæmt hollenskri og íslenskri hönnun í Indónesíu. Trjátegundin Tekk er þekkt fyrir mikla hörku og endingu. Vörurnar eru framleiddar úr timbri sem kemur úr sjálfbærum skógum og er einungis miðhluti trésins notaður til að draga úr kvistum. Margir af okkar viðskiptavinum velja að meðhöndla vöruna ekki og láta hana grána með árunum þó aðrir beri vax eða fúavörn á vöruna til að halda fallegum karmeluðum lit tekksins.  Okkar viðskiptavinir leita af vörum sem eru endingagóðar, lítið sem ekkert viðhald og geta staðið úti allt árið





Garðhúsgögn